Thursday, June 29, 2006

Fyrsta grillpartýið

Í gær var heilmikið um að vera. Hjúkrunarkonan kom og vigtaði mig og skoðaði. Ég er orðinn 3.950 grömm, hef þyngst um 400 grömm á 6 dögum. Það er líklegast vegna þess að mér finnst ofsalega gott að drekka sem mest og vill helst vera sísaddur. Er alltaf að hugsa um það eiginlegast, þegar maginn er ekki að stríða mér með lofti og svoleiðis.

Um kvöldið fór ég til Fanný frænku og Bjarna í grillpartý. Á boðstólnum fyrir mig var það sem mér finnst best, mjólk.
Þau hin fengu sér eitthvað annað, en mér er alveg sama um það, ég skemmti mér amk vel. Þarna fékk ég auga á eitthvað sem mig langar að drekka úr.

Sunday, June 25, 2006

Hálfsmánaðar gamall

Maður er barasta orðinn 14 daga gamall. Var aðeins að reyna að lyfta hausnum í dag, þegar Fanný frænka kom í heimsókn.

Var aðallega að hafa fyrir þessu þegar ég var að leita að brjósti, en það er það besta sem ég veit.
Fór annars í bað áðan. Það er barasta þrælþægilegt að vera í vatninu.


En ekki eins þægilegt að fara upp úr. Manni getur kólnað við það


En það er ekkert sem góður sopi getur ekki lagað.

Thursday, June 22, 2006

Maður braggast vel

Í dag kom hjúkrunarkonan og vigtaði mig. Ég hef þyngst vel og er orðinn þyngri en ég var þegar ég fæddist. Það er víst ofsalega fínt, sérstaklega fínt þar sem ég gubba stundum svoldið þegar ég er búinn að drekka hjá mömmu.

Kristján Frosti frændi minn kom líka í heimsókn og fékk að halda á mér.

Wednesday, June 21, 2006

Smá göngutúr

Í dag var veðrið svo æðislega gott að við gátum ekki stillt okkur um að fara í smá göngutúr. Ég er víst alveg í það minnsta í að fara svona út, en það kom ekki að sök, veðrið var svo gott og ég í svo góðum fötum.

Sunday, June 18, 2006

Fyrsta baðið

Jæja, þá er maður búinn að prófa þetta sem fólk kallar bað. Ég var nú ekki viss í fyrstu hvort þetta væri nú sniðugt, en svo komst ég nú að því að þetta er nú barasta allt í lagi.
Balinn sem ég var baðaður í var reyndar frekar lítill, þannig að ég náði að spyrna vel í, en ég er nokkuð viss um að hann verði eitthvað stærri næst.

Saturday, June 17, 2006

Hæ hó jibbí jei

Það er kominn 17. júní. Langafi kom í heimsókn í dag. Áttum við afskaplega góða stund saman. Eins gott, því foreldrar mínir hafa ákveðið að ég eigi að heita Auðunn Páll Gestsson. Ég heiti sem sagt í höfuðið á langafa mínum í föðurætt, sem heitir Auðunn Gestsson og Páli Bjarnasyni móðurafa mínum.

Taldi Auðunn Gestsson eldri að ég myndi standa vel undir nafni. Við langafgarnir og nafnarnir lögðum okkur saman á eftir.

Friday, June 16, 2006

Ljósmóðirin

Nú er lífið hægt og rólega að komast í fastari skorður. Ósk ljósmóðir kemur næstum á hverjum degi og passar upp á okkur og gerir ýmsa skrítna hluti, eins og í gær, þegar hún potaði í mig og tók blóð úr hælnum á mér. Það var ekkert þægilegt og mótmælti ég hástöfum, en allt kom fyrir ekki. Ósk fékk sitt fram og pabbi og mamma vildu ekkert hjálpa mér.
Á eftir var gott að leggja sig og hlýja sér undir teppinu sem Álfheiður amma prjónaði upp úr sér.

Thursday, June 15, 2006

Kominn heim


Jæja, þá er ég kominn heim til mín.

Ég fór heim í fötum sem Vigdís frænka prjónaði handa mér. Verð að segja að ég tók mig afar vel út í þeim, mannalegur satt best að segja.

Ég er mikið í vöggunni minni, þar sem grjónapúðinn sér um að maður geti haldið viðeigandi reisn. Höfuðið er nefnilega svoldið þungt ennþá, en það kemur.

Ég fékk ofsalega flott blóm frá þeim sem voru að vinna með mömmu í Eystrasaltsráðinu í Svíþjóð, en ég er víst búinn að fara þangað nokkrum sinnum. Man það bara ekki.

Wednesday, June 14, 2006

Halló Heimur

Ég er kominn. Fæddist 11.06.2006 á Landspítalanum kl 13.29, var 52 cm og 14 merkur. Fæðingin gekk bara nokkuð hratt og vel fyrir sig, loksins þegar mér þóknaðist að láta sjá mig. Elva systir sem var búin að bíða spennt eftir að ég kæmi í heiminn, var á leiðinni til Danmerkur þegar ég lét slag standa, þannig að ég þarf að bíða í næstum 3 vikur eftir að hitta stóru systur mína.



Ég hlakka til kynnast ykkur öllum og heiminum

Hérna eru nokkrar myndir af mér fyrstu dagana:

Nýfæddur í fanginu á mömmu

Ljósmóðirin mín var alveg frábært, hún heitir Steinunn Blöndal. Mæli með henni...

Pabbi að klæða mig í föt í fyrsta skipti.

Hér hefur maður það gott