Fyrsta grillpartýið
Í gær var heilmikið um að vera. Hjúkrunarkonan kom og vigtaði mig og skoðaði. Ég er orðinn 3.950 grömm, hef þyngst um 400 grömm á 6 dögum. Það er líklegast vegna þess að mér finnst ofsalega gott að drekka sem mest og vill helst vera sísaddur. Er alltaf að hugsa um það eiginlegast, þegar maginn er ekki að stríða mér með lofti og svoleiðis.
Um kvöldið fór ég til Fanný frænku og Bjarna í grillpartý. Á boðstólnum fyrir mig var það sem mér finnst best, mjólk.
Þau hin fengu sér eitthvað annað, en mér er alveg sama um það, ég skemmti mér amk vel. Þarna fékk ég auga á eitthvað sem mig langar að drekka úr.


Fór annars í bað áðan. Það er barasta þrælþægilegt að vera í vatninu.



Balinn sem ég var baðaður í var reyndar frekar lítill, þannig að ég náði að spyrna vel í, en ég er nokkuð viss um að hann verði eitthvað stærri næst.

Á eftir var gott að leggja sig og hlýja sér undir teppinu sem Álfheiður amma prjónaði upp úr sér.
Ég er mikið í vöggunni minni, þar sem grjónapúðinn sér um að maður geti haldið viðeigandi reisn. Höfuðið er nefnilega svoldið þungt ennþá, en það kemur.






