Hæ hó jibbí jei
Það er kominn 17. júní. Langafi kom í heimsókn í dag. Áttum við afskaplega góða stund saman. Eins gott, því foreldrar mínir hafa ákveðið að ég eigi að heita Auðunn Páll Gestsson. Ég heiti sem sagt í höfuðið á langafa mínum í föðurætt, sem heitir Auðunn Gestsson og Páli Bjarnasyni móðurafa mínum.
Taldi Auðunn Gestsson eldri að ég myndi standa vel undir nafni. Við langafgarnir og nafnarnir lögðum okkur saman á eftir.
5 Comments:
Elsku Auðunn Páll.
Ég óska þér til hamingju með þetta fallega nafn en það hæfir það hæfir þér mjög vel.
Knús og kossar, þín móðursystir
Þurí
Heill og sæll frændi og takk fyrir síðast.
Nú þegar nafn þitt er orðið opinbert má ég til með að lýsa ánægju minni og stolti yfir því að þú fáir að deila þessu nafni með okkur afa. Svo er Páls nafnið góð viðbót.
Bestu kveðjur,
Auðunn Guðjónsson föðurbróðir
Elsku litli vinurinn, velkominn í heiminn, ég vona að hann verði þér góður alla tíð.
Til hamingju með nafnið þitt, vel valið hjá pabba og mömmu.
Kveðja amma
Sæll elsku Auðunn Páll minn takk fyrir daginn sem var okkur öllum mikið góður langafi var svo ánægður með þig litla puttan sinn og nafna .margir kossar Gunna ömmusystir.
Hallo fallegi drengur - Audunn Pall. Mikid er gaman ad geta fengid ad sja tig her i tolvunni. Til hamingju oll med hvort annad. Sjaumst eftir nokkra daga, Agusta, Gyda og co.
Post a Comment
<< Home