Halló Heimur
Ég er kominn. Fæddist 11.06.2006 á Landspítalanum kl 13.29, var 52 cm og 14 merkur. Fæðingin gekk bara nokkuð hratt og vel fyrir sig, loksins þegar mér þóknaðist að láta sjá mig. Elva systir sem var búin að bíða spennt eftir að ég kæmi í heiminn, var á leiðinni til Danmerkur þegar ég lét slag standa, þannig að ég þarf að bíða í næstum 3 vikur eftir að hitta stóru systur mína.
Ég hlakka til kynnast ykkur öllum og heiminum
Hérna eru nokkrar myndir af mér fyrstu dagana:
Nýfæddur í fanginu á mömmu
Ljósmóðirin mín var alveg frábært, hún heitir Steinunn Blöndal. Mæli með henni...
Pabbi að klæða mig í föt í fyrsta skipti.
Hér hefur maður það gott
5 Comments:
Sæll elsku frændi og vel komin í þennan heim hlakka mikið til að kynnast þér og vera mikið með þér
Þúsund kossar Gunna frænka
Yndislegi pívarinn minn.
Sjáumst von bráðar.
Elsku Heiðrún, Gestur og Elva, til hamingju með fallega drenginn ykkar. Hann er fullkominn!
Hlökkum mikið til að kynnast prinsinum. Gangi ykkur vel.
K&G&V&K í Bollagörðum
Dúdamía hvað þú ert sætur. Ég kíki sko fljótt til þín,
Magga vinkona
TIl hamingju með strákinn, þú ert svo sætur !!!
Glódís
Post a Comment
<< Home