Thursday, January 03, 2008

Jólin, forsetinn og rakettur

Þá er maður búinn að upplifa jól og áramót. Það er nú meira fjörið.
Á jólum fara plönturnar sem eru venjulega inn í stofu og ný planta (sem borið er fram: prrrrbrr) er sett í staðin. Þau kalla hana jólatré. Það sem best er við hana er að á hana eru sett ljós (borið fram: ljóutz). Alveg fullt af ljósum. Þau eru falleg og gaman að rannsaka þau.

Á áramótum er enn meiri ljósaveisla. Menn brenna stjörnuljósum sem eru ofsalega spennandi og flugeldarnir líka og ætla ég svo sannarlega að láta til mín taka við þá um leið og ég má.

Í morgun var verið að tæma ruslaföturnar fyrir utan. Ég ruglaðist smá og hélt að að væri verið að sprengja flugelda og vildi alls ekki fara úr glugganum.

Svo fór ég á mitt fyrsta jólaball í dag. Það eru skemmtilegar samkomur, sérstaklega á Bessastöðum. Það laðast að manni alls konar menn, en jólasveinunum þarf maður að passa sig á, þótt þeir séu óneitanlega spennandi. Þá er gott að koma sér í selskap með forsetum og harmonikkuleikurum. Þeir virðast vita hvernig maður á að haga sér nálægt svoleiðis mannskap.



1 Comments:

At 10:27 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst kominn tími til að setja eitthvað hérna inn!!

Kv. Vigdís

 

Post a Comment

<< Home