Thursday, June 15, 2006

Kominn heim


Jæja, þá er ég kominn heim til mín.

Ég fór heim í fötum sem Vigdís frænka prjónaði handa mér. Verð að segja að ég tók mig afar vel út í þeim, mannalegur satt best að segja.

Ég er mikið í vöggunni minni, þar sem grjónapúðinn sér um að maður geti haldið viðeigandi reisn. Höfuðið er nefnilega svoldið þungt ennþá, en það kemur.

Ég fékk ofsalega flott blóm frá þeim sem voru að vinna með mömmu í Eystrasaltsráðinu í Svíþjóð, en ég er víst búinn að fara þangað nokkrum sinnum. Man það bara ekki.

5 Comments:

At 3:48 PM, Blogger Fanny said...

Já elsku karlinn minn þú ert sko mikill heimshornaflakkari og bara rétt að byrja.

 
At 1:42 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku pívarinn minn. Til hamingju með þetta allt saman. Þú ert yndislegur, ótrúlega duglegur, íslenskur, flottur karlmaður.......

Kveðja. Fanný frænka.

 
At 6:05 AM, Anonymous Anonymous said...

ÆÆÆÆÆÆÆÆ, hvað lilli er sætur! Nú set ég í fluggírinn og kommer i heimsókn fire og flamme.

Hlakka til að sjá ykkur.

Bestu kveðjur frá okkur öllum í Amsterdam, Ágústa

 
At 3:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Gestur, Hugrún og Elva.

Innilega til hamingju með litla prinsinn. Hann er ekkert smá mikil dúlla. Vona að allt gangi vel, vona að maður eigi eftir að sjá hann á stjórnarfundi áður en hausta tekur:)

kv. Ella Þóra

 
At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Today was a complete loss. So it goes. I've just been letting everything wash over me.
- gestsson.blogspot.com d
07 car civic honda
buy used car
car undefined used
used car bergen
used car oakland
used car greensboro
used car raleigh
used car killeen
used car vallejo
used car tacoma

 

Post a Comment

<< Home