Fyrsta grillpartýið
Í gær var heilmikið um að vera. Hjúkrunarkonan kom og vigtaði mig og skoðaði. Ég er orðinn 3.950 grömm, hef þyngst um 400 grömm á 6 dögum. Það er líklegast vegna þess að mér finnst ofsalega gott að drekka sem mest og vill helst vera sísaddur. Er alltaf að hugsa um það eiginlegast, þegar maginn er ekki að stríða mér með lofti og svoleiðis.
Um kvöldið fór ég til Fanný frænku og Bjarna í grillpartý. Á boðstólnum fyrir mig var það sem mér finnst best, mjólk.
Þau hin fengu sér eitthvað annað, en mér er alveg sama um það, ég skemmti mér amk vel. Þarna fékk ég auga á eitthvað sem mig langar að drekka úr.
3 Comments:
Sæll elsku Auðunn minn. Mikið ofsalega ertu fallegur , það held ég að Elva systir þín verði hrifin af þér þegar hún sér þig á morgun.
Koss Gunna frænka
Sætasti pívari.
The camera loves you ;)
Til hamingju með daginn Gestur.
Mikið svakalega er piltur fallegur. Og nafnið skemmir ekki. Til hamingju með nafnið og allt annað! Sjáumst fljótlega.
Fríða.
Post a Comment
<< Home