Friday, June 16, 2006

Ljósmóðirin

Nú er lífið hægt og rólega að komast í fastari skorður. Ósk ljósmóðir kemur næstum á hverjum degi og passar upp á okkur og gerir ýmsa skrítna hluti, eins og í gær, þegar hún potaði í mig og tók blóð úr hælnum á mér. Það var ekkert þægilegt og mótmælti ég hástöfum, en allt kom fyrir ekki. Ósk fékk sitt fram og pabbi og mamma vildu ekkert hjálpa mér.
Á eftir var gott að leggja sig og hlýja sér undir teppinu sem Álfheiður amma prjónaði upp úr sér.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home