5 mánaða !
Ég er orðinn 7,5 kg, sem er 114% þyngdaraukning frá því að ég fæddist. Ég er 68 cm sem er 30% lengdaraukning. Miðað við þennan vöxt verð ég orðinn hærri en pabbi eftir 39 mánuði. Mamma er að gefast upp á að halda mér söddum, þannig að ég er farinn að fá svolitið mikið spennandi á kvöldin. Graut. Ég tók þessari viðbót fagnandi og reyni að rífa skeiðina af pabba og mömmu, þetta gengur nefnilega svo óttalega hægt hjá þeim. Ég er búinn að fá svona lík fínan stól og farinn að sitja við eldhúsborðið ásamt öðru heimilisfólki.
Ég er búinn að læra að velta mér og nú er næst að læra að skríða. Ég er nú þegar farinn að sýna smá takta í þá átt, en þegar ég næ tökum á því er eins gott að pabbi og mamma haldi smádóti í burtu svo ég setji það ekki upp í mig.
Þarna er ég nýbúinn að velta leikgrindinni minni. Mamma heyrði mikinn skarkala inni í stofu, en ég var bara að sanna að ÞETTA ER EKKERT MÁL FYRIR AUÐUN PÁL
Svo er ég kominn með tvær tennur. Þær eru í neðri góm. Ég kann afskaplega vel að fara með þær og er duglegur að sýna þær þegar ég brosi. Það er bara ekki búið að ná mynd af því, þeim hlýtur að takast það fljótlega..
3 Comments:
Þú ert bara flottastur !!!!
Sniðugi karl. Þú ert sko pottþétt með Kálfhólsgenið í þér, við getum nefnilega allt. Einnig hliðrað til húsgögnum þótt við séum nú ekki há í loftinu ;)
Sæl veri þið jú ekki er það spurning barnið er fallegt og foreldrarnir líka , en þetta er orðið mánaðar gamalt það er langur tími hjá litlu barni . Takk Gunna frænka
Post a Comment
<< Home