Sunday, July 01, 2007

Orðinn ársgamall



Nú er ég orðinn eins árs. Það er mun merkilegra en að vera 0 ára. Ég var eins og margir merkismenn að heiman á afmælisdaginn, þið sjáið kannski hvar.


Já, alveg rétt ég var í Legolandi. Í tilefni dagsins fékk ég minn fyrsta ís. Reyndar ætlaði mamma bara að leyfa mér rétt að smakka, en á afmælisdaginn fær afmælisbarnið að ráða og svona góðan ís er ekki hægt að láta frá sér aftur.


Þegar maður er svona duglegur að borða ís kemst maður í fullorðinna barna tölu!!!
Má maður ekki bara vera örlítið stoltur af því?

1 Comments:

At 10:35 AM, Anonymous Anonymous said...

Elsku litli frændi! Til hamingju með þennan stóra áfanga í lífi þínu. Ég óska þér einnig til hamingju með giftingu foreldra þinna.

Þurí frænka.

 

Post a Comment

<< Home