Skírður
Jæja, síðan síðast hefur nú heilmikið gerst. Ég er kominn í kristinna manna tölu. Það gerðist á sunnudaginn var í Ólafsvallakirkju og það var Sr. Axel Árnason sem skírði mig.
Skírnarvottarnir og nú guðforeldrar mínir, þau Ingimundur Árnason og Þóra Birgisdóttir, voru kvödd upp í altarið til að þau misstu ekki af neinu. Þau bera víst mikla ábyrgð á tilvist minni, en þau kynntu foreldra mína hvort fyrir öðru. Gott hjá þeim.
Ég er ofsalega hrifinn af henni Elvu stórusystur. Í hvert sinn sem hún segir eitthvað fer ég að brosa, því hún kann sko að koma öllum í gott skap.
3 Comments:
Já elsku karl, hún systir þín kann sko að koma ;)
Til hamingju með skírnina. Þóra og Ingi nú er það messa á hverjum sunnudegi!! Kærkomið frí fyrir þreytta foreldra, ekki satt.
Kveðja, Íris
Hjartanlega hamingju með skírnina! Það er ekkert smá sem að drengurinn blómstrar. Ég hlakka mikið til þess að koma í heimsókn um jólin og fá að kynnast honum betur.
Kær kveðja frá Améríkunni,
Anna
Post a Comment
<< Home