Sunday, July 30, 2006

Loksins uppfærsla

Þetta eru nú meiru letingjarnir þessir foreldrar mínir. Ég hamast við að borða og stækka, meðan þau eru bara að gera eitthvað annað. Kannski eitthvað með að þvo fötin mín, skipta á mér, fæða mig og hugga þegar mér er illt í maganum en samt... Þau mættu allavegana láta aðeins oftar vita hvernig ég hef það.

Ég er nefnilega orðinn hrikalega stór og flottur. Fór í læknisskoðun þegar ég var 6 vikna og var þá mældur 5,2 kg og 59 sentimetrar. Maður kann þetta!

Bara svo þið getið séð að ég er að segja alveg satt, koma nokkrar myndir. Ég er búinn að læra að brosa. Það er ofsalega gaman að sjá hvernig fólk bregst við þegar ég er að æfa mig að brosa.
Ég er svo mikill töffari í þessum fötum frá Möggu Sæm að það spruttu fram á mér unglingabólur. Þær þroskuðust sem betur fer fljótt af mér.

Hérna er ég með Elvu stórusystir í galla sem Jónína, vinkona Elvu gaf mér. Pabbi og mamma keyptu kjól á hana í stíl. Ekki neitt smá flott. Allavegana er pabbi sérstaklega ánægður með litinn.

Við fórum í sumarbústað og þar leyfði Elva stóra systir mín mér að prófa að liggja í sínu rúmi, í nýju rúmfötunum. Það var alveg ótrúlega spennandi.


Álfheiður frænka kom í bústaðinn og var ofsalega sæt að syngja fyrir mig, 2 lög 2 sinnum þegar ég var eitthvað ósáttur við að fara að sofa. Mikið er ég heppinn að eiga svona góða frænku.

4 Comments:

At 3:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Þú ert stórglæsilegur eins og foreldrarnir. Ég bjóst nú ekki við öðru af honum Gesti 10, þar sem Suðurlandsundirlendið rennur í æðum hans og karlmennskan brýst fram á hverju götuhorni.

 
At 4:00 AM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með tilveruna litli sæti frændi. Skilaðu góðri kveðju til pabba og mömmu.
Koss og knús,
Íris frænka

 
At 7:46 AM, Anonymous Anonymous said...

Voðalega hefur þú stækkað síðan ég sá þig síðast. Bið að heilsa mömmu og pabba :)
Kveðja Helga Halldórs

 
At 6:40 AM, Blogger Gyda og Kalli said...

Fallegastur - mikið er gaman að fylgjast með þér svona á netinu. Þú verður bara að biðja foreldrana að vera duglegri að setja inn myndir af þér ;-)
Sigga Bára og famelía

 

Post a Comment

<< Home