Friday, August 25, 2006

Lífið líður áfram

Maður stækkar og stækkar og lærir meira og meira.

Mamma og pabbi vilja endilega ná myndum af mér brosandi, en það er ekki alveg auðvelt að brosa, því maður áttar sig jú á því að þetta tæki sem þau taka myndirnar með gefur frá sér ljósblossa sem fer illa í augun. Þess vegna er eðlilegt að manni sé ekki bros í huga þegar maður sér þau munda það. Mamma náði þó nokkrum brosmyndum.

Hún er nú alltaf jafn æðisleg hún mamma. Ef ég brosi bara smá eða horfi á hana með ákveðnum hætti, gerir hún allt fyrir mig. Það getur verið að hún myndi nú gera samt, en maður verður að vera viss og sjarma smá.

Fiskabúrið er ofsalega spennandi. Uppgötvaði það um daginn og er ofsalega skemmtilegt að fylgjast með fiskunum synda fram og til baka.

Ég fékk ömmu í heimsókn um daginn. Þá brosti ég svona til hennar...

...og hún á móti

Svo er ég farinn að spjalla um daginn og veginn við þá sem vilja. Ég er ekki viss um að það skiljist allt sem ég segi, en ég geri amk mitt besta og einn daginn læra þau þetta.

Nóg í bili, það verður vonandi styttra í næstu uppfærslu

3 Comments:

At 10:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Það er aldeilis að þú hefur braggast, litli gaur, síðan ég sá þig. Þú ert flottur strákur, eðlilega!!

Kær kveðja, Íris Williamsdóttir

 
At 11:16 AM, Blogger Fanny said...

Yndislegi pívarinn minn. Svo sætur og orðinn svo stór... Hlakka til að sjá þig elska mín...

 
At 12:06 PM, Blogger Fanny said...

Til hamingju með daginn elskan mín.

 

Post a Comment

<< Home