Friday, September 15, 2006

Skírður

Jæja, síðan síðast hefur nú heilmikið gerst. Ég er kominn í kristinna manna tölu. Það gerðist á sunnudaginn var í Ólafsvallakirkju og það var Sr. Axel Árnason sem skírði mig.

Skírnarvottarnir og nú guðforeldrar mínir, þau Ingimundur Árnason og Þóra Birgisdóttir, voru kvödd upp í altarið til að þau misstu ekki af neinu. Þau bera víst mikla ábyrgð á tilvist minni, en þau kynntu foreldra mína hvort fyrir öðru. Gott hjá þeim.


Ég er ofsalega hrifinn af henni Elvu stórusystur. Í hvert sinn sem hún segir eitthvað fer ég að brosa, því hún kann sko að koma öllum í gott skap.