Orðinn ársgamall
Nú er ég orðinn eins árs. Það er mun merkilegra en að vera 0 ára. Ég var eins og margir merkismenn að heiman á afmælisdaginn, þið sjáið kannski hvar.
Já, alveg rétt ég var í Legolandi. Í tilefni dagsins fékk ég minn fyrsta ís. Reyndar ætlaði mamma bara að leyfa mér rétt að smakka, en á afmælisdaginn fær afmælisbarnið að ráða og svona góðan ís er ekki hægt að láta frá sér aftur.
Þegar maður er svona duglegur að borða ís kemst maður í fullorðinna barna tölu!!!
Má maður ekki bara vera örlítið stoltur af því?