Sunday, October 01, 2006

Réttir og flensa

Jæja, þá er maður búinn að fá flensu í fyrsta sinn. Það var nú svosem ekkert alvarlegt, smá hor í nös, en pabba og mömmu fannst samt ástæða til að fara með mig á læknavaktina til að láta hlusta mig. Læknirinn spurði fyrst hvort ég væri á leiðinni á Norðurpólinn, svo hvort miðstöðin í bílnum væri biluð og svo að lokum hvort mamma mín væri að reyna að sjóða mig. Okkur skilst að honum hafi þótt ég helst til of mikið klæddur. En nú er ég orðinn sprækur og er að æfa mig að velta mér, en það er ekki alveg komið. Það vantar bara herslumuninn.


Ég fór í réttirnar um daginn, í annað skiptið. Síðast vissi reyndar enginn af því, ekki einu sinni mamma. Amma prjónaði lopapeysu á mig í tilefni dagsins. Þessar kindur voru afar merkilegar og rétt að fylgjast með þeim.