Thursday, January 03, 2008

Jólin, forsetinn og rakettur

Þá er maður búinn að upplifa jól og áramót. Það er nú meira fjörið.
Á jólum fara plönturnar sem eru venjulega inn í stofu og ný planta (sem borið er fram: prrrrbrr) er sett í staðin. Þau kalla hana jólatré. Það sem best er við hana er að á hana eru sett ljós (borið fram: ljóutz). Alveg fullt af ljósum. Þau eru falleg og gaman að rannsaka þau.

Á áramótum er enn meiri ljósaveisla. Menn brenna stjörnuljósum sem eru ofsalega spennandi og flugeldarnir líka og ætla ég svo sannarlega að láta til mín taka við þá um leið og ég má.

Í morgun var verið að tæma ruslaföturnar fyrir utan. Ég ruglaðist smá og hélt að að væri verið að sprengja flugelda og vildi alls ekki fara úr glugganum.

Svo fór ég á mitt fyrsta jólaball í dag. Það eru skemmtilegar samkomur, sérstaklega á Bessastöðum. Það laðast að manni alls konar menn, en jólasveinunum þarf maður að passa sig á, þótt þeir séu óneitanlega spennandi. Þá er gott að koma sér í selskap með forsetum og harmonikkuleikurum. Þeir virðast vita hvernig maður á að haga sér nálægt svoleiðis mannskap.



Thursday, September 13, 2007

Fimmtán mánaða á fleygiferð

Maður er orðinn heimsborgari, búinn að fara til London og allt. Ég labbaði um allt British Museum og skoðaði gamla hluti.

Eins fór ég í Húsdýragarðinn um daginn og fór í minn fyrsta bíltúr undir stýri...




Verð að viðurkenna að mér fannst ég vera orðinn talsvert fullorðinn eftir ferðina.

Sunday, July 01, 2007

Orðinn ársgamall



Nú er ég orðinn eins árs. Það er mun merkilegra en að vera 0 ára. Ég var eins og margir merkismenn að heiman á afmælisdaginn, þið sjáið kannski hvar.


Já, alveg rétt ég var í Legolandi. Í tilefni dagsins fékk ég minn fyrsta ís. Reyndar ætlaði mamma bara að leyfa mér rétt að smakka, en á afmælisdaginn fær afmælisbarnið að ráða og svona góðan ís er ekki hægt að láta frá sér aftur.


Þegar maður er svona duglegur að borða ís kemst maður í fullorðinna barna tölu!!!
Má maður ekki bara vera örlítið stoltur af því?

Monday, June 04, 2007

Stækka sífellt meira

Ég er orðinn svo rosalega stór. Kann orðið að stríða og er alltaf að æfa mig í því.

Friday, March 23, 2007

Flottur



Sunday, January 14, 2007

Stutt kveðja

Mig langaði að sýna ykkur fína traktorinn sem amma og afi í sveitinni gáfu mér í jólagjöf.

Annars er það helst að frétta að ég er farinn að klappa og iðka þá iðju ótt og títt og af minnsta tilefni.

Einnig segi ég pabbi og stundum mambabi. Svo þykjast mamma, Elva og afi öll heyra mig kalla á sig. Segi ykkur seinna hvað ég var í raun og veru að reyna að segja.

Monday, December 25, 2006

Gleðileg jól